Nýtt jólasuðusúkkulaði frá Nóa Síríus

Ljósmynd/Nói Síríus

Það er ekki á hverjum degi sem nýtt suðusúkkulaði lítur dagsins ljós en þær gleðifregnir berast nú að komið sé markað nýtt suðusúkkulaði sem á eftir að gera allt vitlaust meðal súkkulaðiunnenda ef að líkum lætur. 

Um er að ræða suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Að sögn þeirra sem smakkað hafa er um að ræða ómóstæðilega blöndu í fullkomnu jafnvægi. Sæta karamellan á móti dökku súkkulaðinu og sjávarsaltið setur svo punktinn yfir i-ið. 

Nýja súkkulaðið er komin á markað og fáanlegt í öllum helstu verslunum.

mbl.is