Nýr kampavínskælir og ísfata frá Stelton

Foster er nafnið á vörulínu Stelton sem geymir til að …
Foster er nafnið á vörulínu Stelton sem geymir til að mynda nýja kampavínsfötu. mbl.is/Stelton

Það er alveg á hreinu að Stelton er ekki að gleyma neinum smáatriðum fyrir þessi jólin – og kynnir hér nýjan kampavínskælir sem þjónar einnig hlutverki ísfötu. Allt sem við þurfum fyrir hátíðarnar framundan.

Mjúkar línur er það fyrsta sem við rekum augun í þegar við lítum á Foster vörulínuna frá Stelton og samanstendur af ýmsum vörum fyrir heimilið. Vörurnar eru hannaðar af Norman Foster sem er eigandi arkitektafyrirtækisins Foster + Partners, sem hefur hannað allt frá smáhlutum yfir í stærri byggingar út um allan heim.

Kampavínsfata mun alltaf slá í gegn hjá vinum og í veislum og lætur heima-barinn standa fyrir sínu. En þessi er með gylltri áferð að innan sem setur glamúrinn á borðið. Fatan rúmar um 3 lítra og töng fylgir með til að taka upp ísmolana.

mbl.is/Stelton
mbl.is