Er kominn tími á nýja uppþvottavél?

mbl.is/Colourbox

Það er fátt leiðinlegra en að skipta út heimilistækjum. Reyndar finnst sumum það skemmtilegt en mögulega finnst flestum það frekar leiðinlegt og óþarfa peningaútlát.

  • En hvenær á maður að skipta um heimilistæki — til dæmis uppþvottavél? Þetta getur verið snúin spurning og oftar en ekki er hægt að senda græjuna í viðgerð. Auðvitað er alltaf best að fá álit fagmanns varðandi hvort hægt sé að laga vélina en hér eru fjögur merki þess að vélinni verði ekki bjargað:
  • Diskarnir eru ekki heitir þegar þvotti lýkur.
  • Þú ert farin/n að sjá ryð.
  • Hurðin lokast ekki almennilega.
  • Vélin tæmir sig ekki (reyndar er oft hægt að laga það en líkurnar á stórkostlegu vatnstjóni eru það miklar að það borgar sig yfirleitt ekki).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert