Eldhúsgræjan sem Kardashian-systur geta ekki lifað án

Kourtney, Khloé, Kim Kardashian hér ásamt móður þeirra Kris Jenner.
Kourtney, Khloé, Kim Kardashian hér ásamt móður þeirra Kris Jenner. AFP

Þær eru huggulegar, þær kunna svo sannarlega að koma ár sinni fyrir borð og þær eru flinkari en flestir að skipuleggja búrskápa. Án gríns.

Kardashian-systurnar þrjár hafa löngum gert grín að nánast áráttukenndri þrifþörf sinni. Þær hafa talað fjálglega um búrskápana sína og skipulagið og á dögunum greindi Kourtney Kardashian frá því hvaða græja það væri sem hún og systur hennar gætu ekki lifað án.

Nú megið þið geta þrisvar.

Nei, það er ekki ostaskeri.
Nei, það er ekki ostaskeri.
Góð þvottavél er gulli betri en slík vél er þó …
Góð þvottavél er gulli betri en slík vél er þó ekki í uppáhaldi hjá systrunum.
Hér gefur að líta búrskáp Kourtney Kardashian og eins og …
Hér gefur að líta búrskáp Kourtney Kardashian og eins og sjá má notar hún miðavél eins og enginn sé morgundagurinn. Uppáhaldseldhústæki (ef skyldi kalla) þeirra systra er sem sagt miðavél!
mbl.is