Bananakaka með súkkulaði og kanil

Dúnamjúkt bananabrauð með súkkulaði og kanil.
Dúnamjúkt bananabrauð með súkkulaði og kanil. mbl.is/Thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Þessi er ómótstæðileg í desember! Mjúk bananakaka með dökku súkkulaði og kanil sem gera kökuna jólalega. Við biðjum ekki um meira í næsta helgarbakstri.

Bananakaka með súkkulaði og kanil

 • 75 g kókosolía, bráðnuð
 • 3 egg
 • 3 þroskaðir bananar
 • 45 g kókos heilhveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • salt á hnífsoddi
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 75 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið kókosolíu, egg og banana í matvinnsluvél og blandið saman í góðan massa.
 2. Bætið möndlumjöli, kókos heilhveiti, lyftidufti, salti, kanil og vanillu í skálina og hrærið blautu hráefnunum saman við.
 3. Saxið súkkulaðið gróflega og veltið því upp úr deiginu.
 4. Setjið deigið í bökunarform og bakið við 200°C á blæstri í 30-40 mínútur.
 5. Látið aðeins kólna áður en borið fram.
mbl.is/Thefoodclub.dk_Ditte Ingemann
mbl.is