Græni ofurdrykkurinn sem öllu bjargar

Ljósmynd/Linda Ben

Nú þegar maður er hálfsúr eftir hátíðarnar og hefur rétt um korter eða svo til að ná sér á strik fyrir næsta óhóf kemur þessi drykkur inn eins og bjargvættur í myrkrinu.

Það er engin önnur en Linda Ben. sem á heiðurinn af honum og við segjum bara njóttu vel!

Hressandi grænn ofurdrykkur

  • 1 grænt epli
  • 1 cm engifer
  • 1½ lúka spínat
  • 1 banani
  • 1 msk. chiafræ
  • safi úr ½ sítrónu
  • 2 dl Minute Maid-eplasafi
  • klaki

Aðferð:

  • Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til allt verður að drykk.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is