Kim Kardashian bauð inn í eldhús til sín

Myndin sem allt varð vitlaust út af.
Myndin sem allt varð vitlaust út af. Skjáskot af Instagram

Aðdáendur Kim Kardashian voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá sérlega skoðunarferð um eldhús Kardashian-West fjölskyldunnar á heimili hennar í Los Angeles.

Húsið sem þau búa í (sem er með því flottara sem sést hefur) er með ógnarstóru eldhúsi enda ekki vanþörf á. Kim hafði deilt mynd af kæliskápnum sínum á dögunum og uppskar mikla gagnrýni fyrir að vera bara með drykki í ísskápnum en engan mat og veltu gárungarnir því fyrir sér hvað fjölskyldan borðaði eiginlega.

Kim svaraði fyrir sig með ógleymanlegri skoðunarferð um eldhús heimilisins og þar kom í ljós að margir kæliskápar eru í notkun, bæði frystar og kælar og búrskápar og allt þar á milli. Allt tandurhreint og vel skipulagt og ljóst að margir eiga eftir að andvarpa af öfund við að sjá þessa dásemd.

Hér má sjá eldavélarnar í eldhúsinu en það er enginn …
Hér má sjá eldavélarnar í eldhúsinu en það er enginn munur á eldhúsinu sem er útbúið eins og eldhús á veitingahúsi. Skjáskot af Instagram
Einn af kælunum í eldhúsinu.
Einn af kælunum í eldhúsinu. Skjáskot af Instagram
Kælir fyrir sósur og drykki auk annarra nauðsynja eins og …
Kælir fyrir sósur og drykki auk annarra nauðsynja eins og eggja. Skjáskot af Instagram
Hér sést inn í búrskáp. Kim segist hætt að nota …
Hér sést inn í búrskáp. Kim segist hætt að nota plastílát. Skjáskot af Instagram
Risakælir sem hægt er að labba inn í. Alveg eins …
Risakælir sem hægt er að labba inn í. Alveg eins og á alvöruveitingastað. Úrvalið af grænmeti er hreint stórkostlegt. Skjáskot af Instagram
Hér má sjá eldhúsið.
Hér má sjá eldhúsið. Skjáskot af Instagram
Fremri hluti eldhússins sem er hluti af almennu rými hússins …
Fremri hluti eldhússins sem er hluti af almennu rými hússins og í þeim anda. Skjáskot af Instagram
Djúskælir fyrir krakkana.
Djúskælir fyrir krakkana. Skjáskot af Instagram
Vatn og annað fínerí.
Vatn og annað fínerí. Skjáskot af Instagram
mbl.is