Paris Hilton með tímamótamatreiðsluþátt

Skjáskot af YouTube

Hvern hefði grunað að hin eina sanna Paris Hilton væri meistarakokkur og nú er hún farin af stað með sína eigin matreiðsluþætti, Cooking with Paris, þar sem hún fer hreinlega á kostum.

Hver önnur en Paris Hilton kemst upp með að elda með smáhund og grifflur? Þetta er sumsé með því besta sem sést hefur lengi og við vonum heitt og innilega að það verði fleiri þættir. Fastlega má þó búast við því þar sem þátturinn hefur fengið gríðarlegt áhorf á YouTube en meira en 1,5 milljónir manns hafa horft á hann.

mbl.is