Heimsins besta marmarakaka

Klassísk marmarakaka - ein sú besta sem þú munt smakka!
Klassísk marmarakaka - ein sú besta sem þú munt smakka! mbl.is/Mikkell Adsbøl_Alt.dk

Ein klassísk og alltaf góð! Marmarakaka sem klikkar ekki þegar uppskriftin er ein sú besta sem fyrirfinnst. Hún er líka svo falleg á að líta sem skemmir ekki fyrir þegar við berum kökuna fram.

Heimsins besta marmarakaka

  • 250 g smjör
  • 250 g sykur
  • 4 egg
  • 250 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 2 msk. kakó
  • 3 msk. appelsínusafi
  • 2 tsk. raspaður appelsínubörkur
  • Smjör til að smyrja formið

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og sykur saman og bætið því næst eggjunum út í, einu í einu – hrærið vel í á milli.
  2. Sigtið hveiti, lyftiduft og vanillusykur í blönduna og hrærið saman.
  3. Takið um 1/3 af deiginu til hliðar og blandið kakó, appelsínusafa og appelsínuberkinum saman við.
  4. Setjið helminginn af ljósa deiginu í bökunarform og leggið dökka kakó-deigið þar ofan á og því næst kemur restin af ljósa deiginu.
  5. Hrærið eða stingið létt í gegnum deigið með gaffli og bakið við 175° í 45 mínútur.
  6. Stingið í kökuna með prjóni til að athuga hvort hún sé bökuð í gegn áður en hún er tekin úr forminu.

Uppskrift: Alt.dk_Karen Hare

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert