Ótrúlega flottar nýjungar frá Ferm Living

Zebrarendur og gíraffamunstur er á meðal þess sem við sjáum …
Zebrarendur og gíraffamunstur er á meðal þess sem við sjáum í nýju matarstelli fyrir krakka frá Ferm Living. mbl.is/Ferm Living

Safarí og suðrænar slóðir eru einkennandi í nýjustu vörulínu Ferm Living fyrir káta krakka. Það eru ekki bara nýjungar fyrir barnaherbergið því eldhúsið breytist líka í lítinn frumskóg.

Yngstu íbúarnir á heimilinu eru svo sannarlega í forgangi hjá Ferm Living. En splunkunýtt matarstell, diskar, glös, hnífapör og skálar er væntanlegt frá fyrirtækinu sem og diskamottur.

Hér eru það rendur eins og á urrandi tígri, zebramunstur eða misstórar doppur gíraffans sem skreyta nýjungarnar og hvert öðru krúttlegra. Vörurnar eru að sjálfsögðu framleiddar án BPA, PCP og phthalates – eða án allra kemískra efna. Því fullkomlega öruggt fyrir litlu krílin þó að frumskógurinn sjálfur sé það kannski ekki.

Teboð með ljóninu hjá þessari ungu dömu.
Teboð með ljóninu hjá þessari ungu dömu. mbl.is/Ferm Living
mbl.is