Líkið reyndist vera kaka

Ekki er um raunverulegt lík að ræða heldur köku.
Ekki er um raunverulegt lík að ræða heldur köku. Ljósmynd/Instagram

Það er erfitt að finna skárri fyrirsögn á þessa frétti til að fanga almennilega hversu hrikaleg fréttin er en framleiðendur þáttanna Chicago Med fögnuðu framleiðslu hundraðasta þáttarins með því að panta köku sem leit út eins og lík.

Kakan var með eindæmum vel heppnuð - svo vel heppnuð reyndar að hún er alls ekki fyrir viðkvæma eða börn.

Fyrir þá sem hafa áhuga var um að ræða rauða flauelisköku með smjörkremi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert