Viðburður sem vekur alltaf athygli

Ljósmynd/OMNOM
<p>Það er afar vinsælt að para saman mat og vín og oft þykir mörgum pörunin ansi óvenjuleg. Bragðtegundir sem kallast á mynda þannig hina fullkomnu einingu sem tekur bragðlaukana í ferðalag sem seint gleymist.</p> <p>Súkkulaðigerðin Omnom hefur verið afskaplega iðin við að leika sér með þessum hætti og er sífellt að bjóða upp á sniðugar nýjungar sem sprengja skilningarvitin hjá smökkurum. Meðal þessara upplifana er súkkulaði- og bjórpörun sem Omnom hefur unnið í samstarfi við Borg brugghús.</p> <p>Á morgun, 7. febrúar, verður einmitt ein slík þar sem áherslan verður á að para saman súkkulaði og þorrabjór. Hér verða Surtarnir frá Borg í aðalhlutverki og er þetta viðburður sem enginn bjór/súkkulaðiáhugamaður má láta framhjá sér fara.</p> <p>Hægt er að lesa nánar um viðburðinn </p><a href="https://www.omnomchocolate.com/pages/upcoming-events" target="_blank">HÉR</a><p>.</p>
mbl.is