Súperfæða fyrir börn og fullorðna

Ljósmynd

Makríll inniheldur mikið magn Omega-3 fitusýra, B12 vítamíns, D-vítamíns, magnesíums, kalíums, selens og andoxunarefna. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að regluleg neysla makríls dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, lækkar blóðþrýsting, minnkar slæma blóðfitu, hefur góð áhrif á heilastarfsemi og bætir ónæmiskerfið.

Ný rannsókn á vegum Kaupmannahafnarháskóla sýnir fram á að börn sem neyta fituríks fisks í hverri viku hafa 10% minna magn af tríglýseríð blóðfitu og 5% meira magn af góðu HDL-kólestróli í blóði.  

„Því meira sem börnin borðuðu af fituríkum fiski á viku, því meira magn af góðu HDL kólestróli mældist í blóðinu,“ segir Camilla Damsgaard, prófessor við næringarfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Helsta hlutverk HDL-kólesteróls er að fjarlægja hluta slæma kólesterólsins úr blóðinu. Hátt gildi á HDL-kólesteróli dregur úr hættu á hjartasjúkdómum og kransæðastíflu.

„Við höfum séð þessar jákvæðu niðurstöður hjá fullorðnum sem neyta fituríks fisks en áhrifin hafa ekki verið rannsökuð hjá börnum,“ segir Camilla.

Í Danmörku fá börn langmest af Omega-3 fitusýrum úr makríl í tómatsósu enda er það gífurlega vinsælt álegg þar í landi. Hér á Íslandi eru vinsældir makríls sem álegg stöðugt að aukast, enda fjölmargar ástæður til að leggja sér makríl til munns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert