Fól syninum lögregluhlutverk úti í búð

Hugmyndarík móðir leysti allan vanda hvað varðar erfiðar búðarferðir með …
Hugmyndarík móðir leysti allan vanda hvað varðar erfiðar búðarferðir með syni sínum. mbl.is/Amanda Warburton

Fyrir flesta foreldra er það full vinna að fara með börnin út í matvörubúð að versla. Áður en þú veist af eru þau stungin af eða orðin pirruð af því þau sitja í kerrunni. Við elskum hugmyndaríka foreldra sem taka málin í sínar hendur.

Þegar Amanda Warburton uppgötvaði að sonur hennar, James, elskar að klæða sig upp sem lögregluþjónn í leikskólanum ákvað hún að taka hugmyndina aðeins lengra. Hún fól James það hlutverk að vera „innkaupa-lögregla“ þegar þau færu í búðina að kaupa í matinn. Hann fékk jafnframt búning svo hann myndi taka hlutverkið alvarlega — sem hann gerði. James klæðist vesti þegar hann fer með mömmu sínni út í búð og heldur á spjaldi sem sýnir hvaða vörur hann þarf að finna og setja í körfuna til að klára verkefnið.

Amanda prentaði út ýmsar myndir af matvörum sem hún plastaði svo inn og notar kennaratyggjó til að festa þær á innkaupablaðið. Þannig getur James tekið hverja vöru fyrir sig og flutt í körfuna á blaðinu þegar varan er fundin.
Móðir og barn eru himinlifandi með þessar nýju reglur, en Amanda deildi sögu sinni á Facebook þar sem hún sagði að barnið sitt væri alltaf til vandræða í búðinni og þetta hafi gert það að verkum að búðarferðir eru orðnar hreinasta skemmtun.

James tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.
James tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. mbl.is/Amanda Warburton
Algjör snilld! Auðveld og stórsniðug leið til að halda börnunum …
Algjör snilld! Auðveld og stórsniðug leið til að halda börnunum uppteknum í matarbúðinni. mbl.is/Amanda Warburton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka