Stórkostlegasta brauð síðari ára

mbl.is/Dittejulie.dk

Nýbakað – já takk! Hér færðu uppskrift að stórkostlegu brauði með fyllingu sem þú munt aldrei gleyma. Fyrir utan að vera bragðgott þá er það líka fallegt, en í uppskriftinni er snúið upp á brauðið áður en það fer í ofninn. 

Stórkostlegasta brauð síðari ára

Deig:

 • 1 dl mjólk
 • 25 g ger
 • 1 stórt egg
 • 75 g mjúkt smjör
 • 250 g hveiti
 • 2 tsk. kardemomma
 • 2 msk. strásykur
 • ½ tsk. fínt salt

Fylling:

 • 125 g mjúkt smjör
 • 120 g sykur
 • 2 tsk. vanillupaste
 • raspaður börkur af 1 sítrónu
 • 1 msk. ferskt timían
 • 100 g hreint marsípan, rifið

Aðferð:

Deig:

 1. Leysið gerið upp í volgri mjólk og hrærið síðan eggið út í gerblönduna.
 2. Blandið mjúku smjörinu út í hveitið, þannig það líkist rifnum osti. Bætið kardemommu, sykri og salti út í hveitið og því næst gerblöndunni. Hnoðið allt vel saman.
 3. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast í 1 tíma. Gott er að setja skálina inn í ofn eða á álíka stað þar sem hitastigið muni ekki breytast.

Fylling:

 1. Hrærið öll hráefnin saman fyrir utan timían og marsípan. Rúllið deiginu út á hveitilagt borð í sirka 25-35 cm.
 2. Smyrjið fyllingunni á deigið og stráið svo timían og marsípani yfir. Rúllið deiginu þétt upp og skerið svo í gegnum það (til að fá tvær langar ræmur) með beittum hníf. Fléttið eða snúið ræmunum saman og setjið brauðið í smurt form (30 cm langt).
 3. Bakið við 200°C á blæstri í 25-30 mínútur.

Uppskrift: Ditte Julie Jensen

Þetta brauð slær öll met!
Þetta brauð slær öll met! mbl.is/Dittejulie.dk
mbl.is