Geggjuð uppskrift að granólabrauði frá Tobbu

Okkar ástkæra Tobba Marínós (fyrrverandi flokksforingi Matarvefsins) deilir hér uppskrift að granólabrauði sem hún segir að sé tryllt gott! Uppskriftin sé komin frá Guðfinnu nokkurri sem sé samstarfskona hennar hjá Náttúrulega gott - sem er einmitt granólagerð Tobbu og mömmu hennar.

Við látum að sjálfsögðu uppskriftina fylgja með en granólað hennar Tobbu er selt í Bónus — þá sjaldan að það er til því það klárast alltaf.

Granólabrauð Guðfinnu

  • 4 dl granóla
  • 2 dl tröllahafrar
  • 4 dl hveiti
  • 1 dl döðlur
  • ½ dl hunang (má sleppa)
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • ½ lítri ab-mjólk

Aðferð:

  1. Sett í tvö lítil sílikonform (fæst í Bónus)
  2. Strá dass af granóla ofan á
  3. Bakað í 40 mín. á 190 gráðum!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert