Banana- og bláberjamöffins fyrir börnin

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
Þar sem allir eru að baka þessi dægrin datt okkur í hug að birta þessa uppskrift frá henni Gígju S. Guðjónsdóttur matarbloggara en hér erum við með dásamlegar banana- og bláberjamöffins sem eru fullkomnar handa fjölskyldunni allri - þá ekki síst börnin.
Banana- og bláberjamöffins fyrir börnin
  • 1 bolli hveiti
  • 1 stór vel þroskaður banani
  • 1/2 bolli bláber
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 3 msk. grísk jógúrt frá gott í matinn
  • 1 egg
  • 30 gr smjör (Brætt og kælt)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. kanill
  • Hafrar á toppinn (val)
Aðferð:
  1. Hveiti og lyftidufti blandað saman í sér skál.
  2. Í aðra skál er egg pískað með gaffti.
  3. Ofan í skálina með egginu fer svo restin, grísk jógúrt, stappaður banani, bláber, smjör, kanill og vanilludropar.
  4. Öllu þessu er hrært vel saman og því næst hveitiblöndunni með sleif þar til deigið hefuð blandast vel saman. Ég setti dökkan súkkulaðispænir í helminginn af deginu þar sem ég átti það til, kom mjög vel út ef þið viljið prófa það.
  5. Í möffinsform fer eins og ein væn matskeið af deigi og höfrum stráð yfir.
  6. Kökurnar eru bakaðar í ofni í 30 mínútur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert