Stórmerkilegar staðreyndir um einn vinsælasta drykk veraldar

Prófaðu að blanda engiferi út í te - það er …
Prófaðu að blanda engiferi út í te - það er allra meina bót. mbl.is/Colourbox

Te getur smakkast misvel, rétt eins og gott vín þá fer það eftir því hvar teið er ræktað. En talað er um að til séu 3.000 mismunandi gerðir af tei og áður fyrr þótti te vera algjör lúxusdrykkur.  

  • Regla númer eitt hjá öllum sönnum te-drykkjumönnum er að setja aldrei sjóðandi heitt vatn út í teið. Það mun brenna te-laufin og hafa áhrif á bragðið. Næst þegar þú færð þér tebolla skaltu leyfa vatninu að kólna örlítið áður en þú hellir því saman við tepokann.
  • Ef þú vigtar sama magn af te og kaffi inniheldur te meira koffín en kaffi. Munurinn er bara sá að þú notar meira af kaffi í bollann þinn en þú notar af te-laufum þegar þú blandar því saman við heitt vatn – og færð þar að leiðandi minna af koffíni.
  • Te var eitt sinn mjög dýr vara og alls ekki aðgengileg öllum, og því oftar en ekki var te geymt í sérstökum boxum sem hægt var að loka. Boxin voru af ýmsum gerðum og þá með tvö eða fleiri hólf fyrir mismunandi gerðir af tei eða sykri.
  • Og þar sem te var svo dýrt, þá reyndist erfitt að finna hreint te. Það var meira að segja ólöglegur markaður sem seldi te, þar sem varan var það eftirsótt. Að sjálfsögðu nýttu seljendur sér aðstöðuna á einhverjum tímapunkti og byrjuðu að blanda saman tei við önnur lauf. Þannig juku þeir framboðið og hækkuðu þar að leiðandi hagnaðinn.
  • Nokkrar umræður hafa átt sér stað hvenær fyrsti tepokinn var fundinn upp. Í raun var einkaleyfi sótt á slíkan tepoka árið 1901 og árið 1908 var te komið í verslanir í fínum silkipokum sem viðskiptavinir settu beint út í bollann sinn.
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að te sé mjög örvandi drykkur fyrir líkamann. Ef þú átt í vandræðum með salernisferðir skaltu drekka te og það mun ekki líða á löngu þar til þú ert komin á dolluna.
  • Það eru ákveðnar hefðir í Bretlandi um hvernig drekka eigi te. Í fyrsta lagi þarftu að nota póstulínspott og á móti hverjum 2 grömmum af tei, koma 100 ml af vatni. Hitastig vatnsins má aldrei stíga yfir 85° þegar það er borið fram, en til að ná fram besta bragðinu skal vatnið vera í kringum 60° heitt.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert