Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn í eina sæng

Hrefna Sætran.
Hrefna Sætran. Ljósmynd/Grillmarkaðurinn

Þau gleðitíðindi berast úr veitingageiranum að Hrefna Sætran og félagar hyggist opna Grillmarkaðinn á ný frá og með kvöldinu í kvöld en staðurinn hefur verið lokaður frá því að samkomubannið var sett á. Að auki verður boðið upp á sushi frá Fiskmarkaðnum í take-away frá fimmtudegi til laugardags þannig að segja má að staðirnir tveir, sem hafa lengi verið meðal vinsælustu staða landsins, séu að renna tímabundið í eina sæng.

Að sögn Hrefnu Sætran var ákveðið að loka eftir að samkomubannið var sett á. „Við tókum þá ákvörðun að loka fyrst um sinn og tel að það hafi verið það skásta í stöðunni fyrir okkur. Það er því mikið gleðiefni að Grillmarkaðurinn sé að opnast aftur og ég held að við séum öll jafn spennt yfir því enda skrítið að standa allt í einu frammi fyrir því að báðir staðirnir séu lokaðir,“ segir Hrefna og bætir við að Grillmarkaðurinn verði einnig með take-away. „Við ætlum að vera með þrjá rétti í take-away. Hamborgarann okkar, kjúklingavængina og grísarifin en matseðlarnir eru inni á Facebook og ég mæli með að fólk fari þangað inn þar sem allar nýjustu upplýsingarnar er að finna þar.“

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi. @matur.a.mbl

Ljósmynd/Grillmarkaðurinn
Ljósmynd/Grillmarkaðurinn
mbl.is