Það er rómantískt hjá Le Creuset

Nýjar bleiktónaðar freistingar frá Le Creuset.
Nýjar bleiktónaðar freistingar frá Le Creuset. mbl.is/Le Creuset

Heimsfrægi pottaframleiðandinn Le Creuset kynnir nýjan einstakan lit í matarstelli – „Shell Pink“. Fíngert matarstell á glæstan máta, í mjúkum bleikum litbrigðum sem mun heilla alla upp úr skónum.

Það er ákveðinn sjarmi yfir nýjungunum frá Le Creuset – nýjungar sem fanga jafnvel rómantík, ef svo mætti að orði komast. Matarstellið er fallega bleikt og minnir einna helst á pastelbleikar skeljar úr fjörunni – litur sem fer aldrei úr tísku. Þessi fölbleiki litur sómar sér vel einn og sér, en það er líka auðvelt að blanda honum saman með fleiri pastellitum eða öðrum hlutlausum litatónum.
Það verður í það minnsta ekki vorlegra en þetta á matarborðinu í ár.

mbl.is/Le Creuset
mbl.is