Hið sígilda aspasbrauð

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hér er enn ein alslemman frá Lækninum og nú er það sígilt aspasbrauð sem er löðrandi í alls kyns huggulegheitum sem gerir góðan brauðrétta fullkominn. Sveppabrauð aldarinnar er fullkomið!

Hið sígilda aspasbrauð

  • 1 rúllutertubrauð
  • ½ dós sýrður rjómi
  • 3 msk majónes
  • ½ dós skinkusmurostur
  • 1 hvítlauksostur
  • 1 krukka af heilum aspas (niðursoðnum)
  • 1 bréf af skinku
  • hvítlauksolía frá Olio Principe
  • handfylli gratínosti
  • þeytt eggjahvíta af einu eggi
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og smurosti og smyrjið ofan á brauðið.
  2. Hellið vökvanum af aspanum og skerið hann svo í hæfilega bita og sáldrið yfir brauðið, ásamt skinku í bitum og smáttskornum hvítlauksosti.
  3. Rúllið svo brauðinu upp.
  4. Blandið hvítlauksolíu saman við þeytta eggjahvítuna og penslið vandlega.
  5. Dreifið rifna ostinum svo ríflega yfir brauðið og bakið í 180 gráðu heitum forhituðum ofni.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert