Burrata-ostur á tómatbeði

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berglind Hreiðars á Gotteri.is galdrar hér fram einfaldan rétt sem samanstendur eingöngu af frábæru hráefni og merkilega litlu tilstandi.

„Loksins fann ég dásamlega burrata-ostinn eftir flakk á milli fjölmargra verslana. Þessi er frá MS. Hann er til í mjög takmörkuðu upplagi enn sem komið er en hann var til í Hagkaup í Kringlunni í það minnsta. Frú Lauga er einnig oft með burrata-ost og síðan vona ég bara að þessi dásemd fari að vera til víðar því þessi ostur hentar mjög vel í ýmiss konar matargerð,“ segir Berglind um burrata-ostinn góða sem þykir afar ljúffengur.

Burrata-ostur á tómatbeði

  • 2 x burrata-ostakúla
  • 600 g kirsuberjatómatar
  • 3 msk. söxuð basilíka
  • virgin ólífuolía
  • gróft salt og pipar

Aðferð:

1. Skerið tómatana niður, setjið í skál og basilíkuna saman við.

2. Setjið ólífuolíu, salt og pipar eftir smekk í blönduna.

3. Hellið á fallegan disk og setjið burrata-ostinn ofan á.

4. Dreypið smá ólífuolíu, salti og pipar yfir ostinn og njótið.

5. Einnig getur verið gott að setja smá grænt pestó eða balsamgljáa yfir í lokin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert