Þetta gerist ef þú hættir að borða kjöt

mbl.is/Colourbox

Ertu að hugsa um að gerast grænmetisæta – eða ertu það kannski nú þegar? Það eru alltaf fleiri og fleiri sem halda kjötlausa daga í hverri viku. Hér ber að líta á nokkra af þeim kostum sem kjötlaus lífsstíll hefur upp á að bjóða.

Þú missir nokkur kíló
Grænmetisfæða inniheldur oftast færri kaloríur, og samkvæmt bandarískri rannsókn missir fólk alla jafna um fimm kíló er það breytir um mataræði. Mataræði sem inniheldur færri kaloríur minnkar einnig áhættuna á sykursýki-2.

Blóðþrýstingurinn lækkar
Kólestrólið lækkar töluvert þegar þú sleppir feitum kjötbitum á matseðlinum. Japanir báru saman niðurstöður í rannsókn hjá þeim sem borða kjöt og hjá grænmetisætum, þar sem blóðþrýstingurinn lækkaði til muna með grænum lífsstíl.

Þarmaflóran verður betri
Grænmeti gefur góðar þarmabakteríur og þeir sem aðhyllast grænt fæði framleiða mun meira af slíkum sem rétta meltinguna af.

Þú minnkar líkurnar á krabbameini
Með því að minnka kjötneyslu niður í 500 g á viku (á rauðu kjöti), þá minnkar þú strax líkur á að fá þarma- og endaþarmskrabbamein.

Grænmetisfæði er bólgueyðandi
Grænmetisætur glíma oft og tíðum við minni bólgusjúkdóma í líkamanum vegna þess að sumar kjötvörur auka líkur á bólgum í kroppnum. Bólgueyðandi matur sem þú sérð oft á disknum hjá grænmetisætum, eru til að mynda ávextir og hnetur.

Heimild:Coop Analyse, Nature, George Washington School of Medicine, Jama Internal Medicine, City University of New York

Girnilegur nammibar!
Girnilegur nammibar! mbl.is/Colourbox
mbl.is