Sjálfbærni í fyrirrúmi á veitingastað í London

Sjálfbær hönnun er allsráðandi á veitingastaðnum Silo í London.
Sjálfbær hönnun er allsráðandi á veitingastaðnum Silo í London. mbl.is/Sam A. Harris

Hversu frábært er að það skuli finnast veitingastaður þar sem sjálfbær hönnun og matur er allsráðandi. En slíkan stað er að finna í heimsborginni London.

Veitingastaðurinn heitir Silo og er í Hackney Wick hverfinu, þar sem vinnustofur listamanna og handverskssmiðjur eru á hverju horni. Staðurinn er undir stjórn yfirkokksins Douglas McMaster, sem leggur sig fram í að nota allan mat – og skilja eftir engan úrgang. Allt er nýtt úr dýrinu, líka innmaturinn. Kokkarnir á staðnum framleiða meira segja smjör og haframjólk svo eitthvað sé nefnt.

Allar afurðir sem staðnum berast, koma í einnota gámum, kössum eða fötum. Maturinn sjálfur er síðan framreiddur á endurunnum diskum úr plastpokum. 

Staðurinn var hannaður af Studio Nina+Co. sem gerði vel í þessu tilviki – þar sem allar innréttingar voru þróaðar til að endurspegla siðferðisáherslu veitingastaðarins og það á smartan máta. Hér hanga til að mynda ljósaker úr „mycelium“ sem er gróðurhluti sveppa, fyrir ofan endurunnin plastborð og borðfæturnir eru úr sjálfbærum aski. En þess má geta að barborðið sjálft er einnig framleitt úr endurrunnum plastumbúðum. Vinflöskur sem seldar voru á staðnum hafa verið muldar niður og sendar til leirkerasmiðs í nágrenninu sem bjó til veggljós staðarins.

Veitingastaðir með svipaða stefnu fara hratt vaxandi, eftir því sem matvælaiðnaðurinn verður umhverfisvænni. En í Hollandi er til að mynda staður sem bakar brauð úr kartöfluhýði og gerir pestó úr afgöngum úr eldhúsinu. Og í Manhattan er staðinn Zero Waste Bistro að finna, þar eru innréttingar búnar til úr endurunnum Tetra Pak umbúðarefni sem venjulega er notað í mjólkurfernur.

Allar innréttingar eru þróaðar til að endurspegla siðferðisáherslu veitingastaðarins
Allar innréttingar eru þróaðar til að endurspegla siðferðisáherslu veitingastaðarins mbl.is/Sam A. Harris
Barborð staðarins er framleitt úr endurrunnum plastumbúðum.
Barborð staðarins er framleitt úr endurrunnum plastumbúðum. mbl.is/Sam A. Harris
Ljósaker hannað úr „mycelium“ sem er gróðurhluti sveppa
Ljósaker hannað úr „mycelium“ sem er gróðurhluti sveppa mbl.is/Sam A. Harris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert