Frægur köttur gefur út matreiðslubók

Ný matreiðslubók með einum frægasta ketti heims.
Ný matreiðslubók með einum frægasta ketti heims. mbl.is/Pusheen

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er lítil kisulóra (betur þekkt sem myndrænt tákn á samfélagsmiðlum) búin að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, því kisur af öllum stærðum og gerðum elska mat eins og aðrir.

Hún heitir Pusheen og er með meira en 12 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, og er aðalpersónan í nýrri matreiðslubók sem kallast „Let's Bake! A Pusheen Cookbook“. Bókin er þó í höndum listakonunnar Claire Belton og kokksins dr. Susanne Ng, og kom út í lok júnímánaðar. Ng sagði á instagramsíðu sinni að hún væri mjög spennt fyrir þessu samstarfi þeirra Claire, enda verið aðdáandi Pusheen í langan tíma. Stórstjörnurnar Bill Gates, Kim Kardashian, Hailey Bieber og Jimmy Fallon eru einnig dyggir aðdáendur kisunnar.

Bókin var gefin út í tilefni af tíu ára afmæli Pusheen á netinu og inniheldur 40 uppskriftir – smákökur, pastel-ostabollakökur, pönnukökur, panna cotta og pítsur svo eitthvað sé nefnt. Uppskriftirnar eru fyrir „kokka“ úr öllum áttum og því miserfiðar.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Pusheen kemur nálægt mat af einhverju tagi, því ekki alls fyrir löngu fór kötturinn í samstarf við Chicago's Pretty Cool Ice Cream shop með þrjá nýja Pusheen-íspinna – Pusheen's Marshmallow Cat Nap, Pusheenicorn Party og Pusheen's Matcha Sea-crets.

mbl.is/Instagram
mbl.is/Pusheen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert