Nýtt morgunkorn komið á markað

Nýtt morgunkorn er komið á markað - spennandi nýjungar fyrir …
Nýtt morgunkorn er komið á markað - spennandi nýjungar fyrir káta krakka. mbl.is/General Mills

Við elskum að uppgötva nýjar bragðtegundir af morgunkornum – og hvað þá að smakka! General Mills tilkynnti á dögunum tvær nýjar morgunkornstegundir og eina gamla sem er væntanleg aftur að ósk neytenda.

Nýju bragðtegundirnar eru Minions Vanilla Vibe og Lucky Charms Honey Clovers. Eins er von á að sjá Cocoa Puffs Brownie Crunch sem hvarf úr hillum verslana um ákveðinn tíma. Minions Vanilla verður í takmörkuðu magni og var innblástur frá nýrri mynd „Minions: The Rise of Gru“ sem sökum kórónuveirunnar er seinkað fram til ársins 2021. Nýja Lucky Charms-ið verður með örlitlu tvisti við hið upprunalega, þar sem þú finnur gyllta smára í pakkanum með sætu hunangsbragði.

Morgunkornin eru fáanleg í ýmsum matvöruverslunum víðs vegar um heiminn í takmarkaðan tíma.

mbl.is/General Mills
mbl.is/General Mills
mbl.is/General Mills
mbl.is