Froskur ferðast á milli landa í bananaklasa

Banana-trjáfroskur sem lifði af ferðalag milli Kólumbíu og Bretlands.
Banana-trjáfroskur sem lifði af ferðalag milli Kólumbíu og Bretlands. mbl.is/PA

Froskur lifði af ótrúlegasta ferðalag, lengra en flestir menn hafa gert undanfarna mánuði – meira en 8.000 kílómetra!

Lítill trjáfroskur fannst sem sagt í bananaklasa af starfsmönnum í matvöruverslun í Suður Wales. Froskurinn er talinn vera banana-trjáfroskur og lifði af ferðalag frá Kólumbíu til Bretlands. Starfsfólkið í matvöruversluninni hafði strax samband við dýraverndunarsamtök þar í landi.

Froskurinn var nefndur Asda og er nú í öruggum höndum hjá dýraverndarmiðstöðinni Silent World To You í Wales. Teymið hjá dýraverndarmiðstöðinni sérpantaði skordýr fyrir Asda til að tryggja að froskurinn fengi það besta að borða en talið er að hann hafi ekkert borðað á leiðinni milli landa. Talsmaður sagði að froskar og önnur froskdýr eru ótrúleg þegar kemur að því að „slökkva“ hreinlega á líkamanum vegna matarskorts – og það virðist vera að Asda hafi gert það til að lifa af. En Asda er afar smár froskur sem ekki enn er vitað hvort að um unga eða fullvaxta frosk sé að ræða.

Asda elskar að liggja á bananahýðum.
Asda elskar að liggja á bananahýðum. mbl.is/PA
mbl.is