Pylsur að þýskri fyrirmynd

Stefanía Fanney Ármannsdóttir og Reynir Stefánsson eru ungt par og …
Stefanía Fanney Ármannsdóttir og Reynir Stefánsson eru ungt par og standa vaktina í Ísbúðinni Laugalæk. Ljósmynd/Aðsend

Ísbúðin Laugalæk er ekki bara þekkt sem ísbúð heldur fást þar einnig afar gómsætar pylsur og pylsuréttir að þýskri fyrirmynd. Ísbúðin Laugalæk rekur einnig Reykjavik Sausage Company þar innandyra og þar er m.a. hægt að fá Currywurst og Tröllapylsur með öllu meðlæti m.a. Krautsalat eins og maður sé kominn til Þýskalands.

,,Pylsurnar okkar hafa verið mjög vinsælar og gefa ísnum ekki mikið eftir jafnvel yfir sumartímann. Pylsumeistarinn gerir pylsunar fyrir okkur, við búum til okkar eigin karrý tómatsósu og erum með sér bökuð pylsubrauð. Margir koma hingað og kaupa pylsur, brauð, salöt og sósur og fara svo með heim til sín og grilla en aðrir borða hér hjá okkur, segir Stefanía Fanney verslunarstjóri Ísbúðarinnar Laugalæk.

Tröllapylsurnar eru 100% kjöt og krydd og innihalda engin aukaefni. Það finnst á bragðinu að sögn Stefaníu Fanneyjar.

Hún segir að það sé vinsælt að fá sér pylsur og síðan ís í eftirrétt. ,,Þetta er gamalgróin ísbúð og vel þekkt á höfuðborgarsvæðinu. Íbúarnir í hverfinu eru margir fastagestir en svo eru aðrir sem koma lengra að en koma reglulega. Síðan koma hópar kvenna og karla, saumaklúbbar, hjólahópar ofl á ákveðnum kvöldum sem er líka gaman en þá er ég alltaf með fleiri starfsmenn til taks. Það er búið að vera svo sólríkt í borginni að undanförnu og þá er alltaf sérlega mikið að gera en Íslendingar elska ís og eru duglegir að borða ís svo sem í öllum veðrum og árstíðum. En aðal traffíkin er samt á sólríkum sumardögum."
mbl.is