Settið sem fagurkerar vilja ólmir eignast

Saltkar og piparkvörn frá Stelton - stílhreint og smart.
Saltkar og piparkvörn frá Stelton - stílhreint og smart. mbl.is/Stelton

Hér kynnum við gríðarsmart saltkar og piparkvörn sem sannir fagurkerar vilja sjá á sínum borðum.

Vörurnar eru frá hinu þekkta eldhúsvöruhönnunarmerki Stelton. Um hönnunina sá hönnunarteymið Böttcher & Kayser í Berlín.

Um er að ræða hvítt saltkar með loki sem taka má af eftir þörfum, annars helst saltið í góðri geymslu. Karið er úr hvítu postulíni með straumlínulaga rifflum. Piparkvörnin er úr svörtu stáli og 27 cm há. Hún er einnig straumlínulaga líkt og saltkarið sem gerir vöruna stílhreina og glæsta og með góðu gripi. Það sem meira er, þá fylgir piparkvörninni lítill bakki sem þú leggur kvörnina á til að komast hjá piparnum sem losnar undan henni.

mbl.is/Stelton
mbl.is