Bera fram kokteila í gegnum lúgu

Nýtt hótel í Bandaríkjunum, framreiðir alla drykki í gegnum lítinn …
Nýtt hótel í Bandaríkjunum, framreiðir alla drykki í gegnum lítinn glugga eða lúgu. mbl.is/Hotel Emeline/Lindsey Shorter

Barir og veitingahús hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti vegna kórónuveirunnar. Og þá spretta fram alls kyns hugmyndir og lausnir til að reksturinn geti haldið óbreyttur áfram.

Nýlega var opnað hótel í Bandaríkjunum að nafni Emeline, sem framreiðir alla drykki í gegnum lítinn glugga eða lúgu – til að sporna við hættu á smitum. Barinn á hótelinu sem um ræðir ber nafnið Frannie and the Fox og tekur á móti gestum eins og vera ber, nema hér er stólum raðað upp við vegg með litlum lúgum. Skrautlegt veggfóður má sjá á veggjum og lítil bjalla til að hringja og panta drykk. Þá opnast lítil lúga þar sem pöntunin er tekin og nokkru síðar fær maður drykkinn afhentan í gegnum lúguna – allt til að minnka möguleg samskipti eða snertingu.

Þess má geta að staðurinn er nú þegar orðinn vinsæll hjá vinum sem vilja kíkja í drykk og taka af sér myndir til að birta á samfélagsmiðlum. En það er enn vinsælla í dag hjá verslunum og veitingahúsum að hanna umhverfi sitt á meira spennandi hátt til að draga fólk að fyrir myndatökur. 

Skrautlegt veggfóður og myndir einkenna barinn.
Skrautlegt veggfóður og myndir einkenna barinn. mbl.is/Hotel Emeline/Lindsey Shorter
mbl.is/Hotel Emeline/Lindsey Shorter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert