Heimagerður vikumatseðill vekur heimsathygli

Vikumatseðill í nýstárlegu formi.
Vikumatseðill í nýstárlegu formi. Mbl.is/ Kmart Home Decor & Hacks Australia

Rútína getur verið leiðingjörn til lengdar, og þá sérstaklega þegar kemur að því hvað eigi að vera í matinn hverju sinni. Þá er þessi stórsnjalla aðferð alltaf að fara að létta okkur lundina.

Kona nokkur ákvað að skrifa niður 25 mismunandi rétti á litla miða og setti í krukku. Hún bjó einnig til spjald þar sem allir vikudagarnir eru skrifaðir inn á. Í hverri viku leyfir hún örlögunum að ráða för með því að draga upp úr krukkunni hvaða rétti hún eigi að elda þá vikuna.

Hún birti hugmyndina á facebooksíðunni Kmart Home Decor & Hacks Australia, með yfirskriftinni: „Hef verið útivinnandi síðustu tvö árin, og það allra erfiðasta er að finna út hvað á að vera í matinn á kvöldin.“ Og eftir að hafa fylgt þessu ákveðna plani um tíma segir hún að lífið sé orðið léttara. Hver vika sé spennandi; að sjá hvernig réttirnir raðast niður.

Og ef marka má ummælin sem fengu að falla undir innlegginu virðist fólk stórhrifið af hugmyndinni – sem gæti verið þess virði að prófa.

Í hverri viku eru sjö miðar dregnir upp úr krukkunni …
Í hverri viku eru sjö miðar dregnir upp úr krukkunni sem ákvarða hvað verði í matinn þá vikuna. Mbl.is/ Kmart Home Decor & Hacks Australia
mbl.is