Sænska humarveislan er send heim í stofu

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Sænska félagið á Íslandi efnir til sinnar árlegu humarveislu í dag en félagið fagnar 65 ára afmæli í ár. Humarinn sem notaður er, gengur oftast undir nafninu vatnakrabbi (á sænsku: kräfta) og er lítill og rauður að lit og minnir um margt á humarinn frá Kanada, en þó umtalsvert minni.

Þessi krabbi lifir í stöðuvötnum og ám víða um heim og er unnt er að veiða hann í stöðuvötnum í Svíþjóð. Hann er gjarnan soðinn í söltu vatni með dilli og þykir einkar bragðgóður. Kräftskiva, sem er sænska nafnið á þessari humarveislu, er hefð sem má finna heimildir allt frá sextándu öld.

Þar má nefna sænska konunginn Karl Erik XIV, (1560-1568) sem ræktaði vatnakrabba í varnarsíkjum sínum. Slík síki voru algeng umhverfis sænskar konungshallir. Vatnakrabbinn varð mjög vinsæll í Svíþjóð,  svo mjög að hann var nálægt útrýmingu, en til að stöðva útrýmingu krabbans þurfti að setja reglur sem bönnuðu veiði nema í ágúst. Úr varð að árlega krabbaveislur voru ávallt haldnar á haustin  og eru enn þann dag í dag.


Sagan segir, að í stærri borgum, hafi borðhaldið í þessum veislum verið skreytt með litríkum ljósum og pappadiskum. Með vatnakrabbanum var drukkið óhemju mikið af „nubbe“ (ísl. brennivínssnafs). Við þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1922 þar sem kosið var um áfengsibann varð vatnakrabbinn tákn um allar neikvæðu hliðarinnar á mikilli áfengisneyslu. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Albert Engström hannaði mynd á servíettu með textanum:

„Vatnakrabbinn krefst þessara drykkja!“

Frá og með 1994 mátti borða vatnakrabbann allt árið um kring og hefur sænska félagið á Íslandi haldið árlega veislu, kräftskiva, á liðnum árum. Þrátt fyrir að Covid-19 hafi sett strik í reikningin var ákveðið að halda í hefðirnar og hugsa í lausnum.
Covid-19 setti strik í reikninginn hjá okkur eins og hjá mörgum öðrum. Ákveðið var að búa til „veislupakka“ sem samanstendur af 1 kg af vatnakrabba, sænsku hrökkbrauði (knäckebröd), Västerbottenosti, ljúffengri uppskrift og söngvahefti.

Västerbottenostur er jafn mikilvægur og sjálfur vatnakrabbinn.
Kannski var það áfengismagnið og að vatnakrabbinn sjálfur er ekki sérstaklega matarmikill að húsmæðurnar tóku upp á því að bjóða upp á ostaböku áður en veislan með vatnakrabbann hófst, en þessi ostabaka er ávallt forréttur í sjálfri krabbaveislunni.

Læknirinn í Eldhúsinu hefur gert sérstaka uppskrift að ostabökunni handa sænska félaginu að þessu sinni. Ragnar Freyr Ingvarsson er mikill Svíavinur, er sænskur ríkisborgari, og bjó hann sjálfur úti í Svíþjóð í fjöldamörg ár þegar hann var í sérnámi í Lundi. Félagið hefur kynnst honum gegnum fyrrverandi sendiherra Svía á Íslandi, Håkan Juholt. Sænska félagið hafði samband við Ragnar og bað hann um að gera uppskrift fyrir félagið og brást hann vel við og útbjó gómsæta uppskrift að böku með Västerbottenosti reyktum lax og karamelliseruðum rauðlauk.

Uppskriftin verður að sjálfsögðu gefin út og send viðtakenda með veislupakkanum.

Västerbottenostur, sem er einkar bragðmikill, er nýjung  á Íslandi en má meðal annars finna í Melabúðinni, Bónus og Hagkaup.

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Västerbottenbaka að hætti Læknisins í Eldhúsinu:

Deig:

 • 350 ml hveiti
 • 150 g smjör við stofuhita
 • 1 egg salt
 • Fylling:
 • 3 egg
 • 350 ml rjómi
 • 1 1/2 rauðlaukur
 • 150 g reyktur lax
 • 50 g smjör
 • 350 g västerbottenost

Aðferð:

 1. Byrjaðu fyrst á því að búa til deigið með því að blanda hveiti, salti og smjöri. Auðveldast er að nota matvinnsluvél en þú getur auðvitað líka hnoðað saman með sleif eða í höndunum. Endaðu með því að bæta egginu við og hrærðu hratt saman í slétt og gljáandi deig.
 2. Fletja svo deigið í bökuform (pajform) og látið það bíða í um það bil 30 mínútur í ísskáp.
 3. Bakið deigið fyrir fram í 10-15 mínútur í 200 gráðu heitum ofni.
 4. Fylling: Þeyttu egg og rjóma saman svo verði slétt blanda og bættu síðan við grófum rifnum ostinum. Skerið laukinn í sneiðar og steikið hann við vægan hita þar til hann hefur karamellast, í um það bil 15-20 mínútur.
 5. Skerið reykta laxinn í bita og kryddið með pipar og salti eftir smekk.
 6. Leggið helminginn af laxinum og lauknum í bökuskelina og hellið síðan helmingnum af osta- og rjómablöndunni yfir.
 7. Bætið þarnæst restinni af laxinum og lauknum við og endið á því að hella afganginum af osta- og rjómablöndunni í skelina.
 8. Bakið í miðjum ofni, um það bil 25-30 mínútur.
 9. Bakan er tilbúin þegar hún hefur fengið fallegan lit og eldhúsið ilmar af dásamlega bráðnum Västerbotten osti.


„Tilboðið á veislubakkanum hefur fengið mikla athygli hjá félagsmönnum og varð hann uppseldur á nokkrum dögum. Ef ég hefði vitað þetta, hefði ég byrjað að hamstra osta miklu fyrr því ég held að ég hafi klárað alla ostana í Kópavogi, þar sem ég bý,” segir Maria Hedman, formaður Sænska Félagsins á Íslandi. Stjórnin skiptir á milli sín verkum og félagsmenn sækja veislubakkann með vatnakröbbunum heim að dyrum hjá formanninum og stjórnarmeðlimum. Að sjálfsögðu er öllum hreinlætis- og sóttvarnarreglum fylgt.

Félagið var stofnuð 1955 og stendur á Svíum á Íslandi og Íslendingum sem hefur verið búsett í Svíþjóð og vill halda við sænskum hefðum. Markmið félagsins er að halda viðburðum að sænskum hættum og er til fyrir öllum aldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert