Í mál við Starbucks út af brenndum kynfærum

Hinn 22 ára gamli Tommy Piluyev sést hér á sjúkrahúsi …
Hinn 22 ára gamli Tommy Piluyev sést hér á sjúkrahúsi eftir slysið. mbl.is/

Maður nokkur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur Starbucks þar sem hann heldur því fram að hann hafi hlotið varanlegan skaða á kynfærum eftir að hafa fengið yfir sig heitt te frá fyrirtækinu.

Forsaga málsins er sú að maðurinn fór í bílalúgu og pantaði sér tvo tebolla í ferðamáli. Ekki vildi betur til en svo að lokið fór af öðrum bollanum og helltist yfir manninn – þá sérstaklega kynfæri hans. Þar sem hann var í bílalúgu gat hann ekki opnað hurðina á bílnum heldur varð að keyra áfram til að geta loks komist út úr bílnum og úr fötunum.

Í kjölfarið var maðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann lá inni í 11 daga. Að sögn lögfræðings mannsins hlaut hann alvarleg brunasár, bæði á kviðnum, kynfærum og höndum. Tvö ár séu liðin frá því að atburðurinn átti sér stað og hefur maðurinn enn ekki náð fullum bata. Hann eigi til að mynda erfitt með að stunda kynlíf með eiginkonu sinni og geti ekki lengur spilað á píanó.

Jafnframt hefur verið höfðað mál á hendur framleiðenda bollanna og segir lögfræðingur mannsins að fjöldi tilfella komi upp dag hvern venga bollanna en Starbucks hafi hingað til ekki aðhafst neitt vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert