Bakaður ostur með grilluðum paprikum og pestó

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er Ostóber um þessar mundir og af því tilefni fá girnilegar ostauppskriftir að gera allt vitlaust þennan mánuðinn. Hér erum við með bakaðan Dala-Auð sem ætti að æra óstöðuga og ekki spilla ótrúlega fallegar myndir Berglindar Hreiðars á Gotteri.is fyrir en hún á einmitt heiðurinn af uppskriftinni.

Bakaður ostur með grilluðum paprikum og pestó

  • 1 x Dala-Auður
  • 3 msk. Sacla-pestó með „Roasted pepper“
  • Sacla Peperoni grigliati (grillaðar paprikur í olíu)
  • furuhnetur
  • fersk basilíka

Meðlæti: Baguette, kex, hnetur, hráskinka, vínber eða annað sem ykkur dettur í hug.

Aðferð:

  1. Takið ostinn úr umbúðunum og leggið í eldfast mót eða á bökunarpappír.
  2. Setjið vel af pestó ofan á hann, skerið grillaðar paprikur niður og setjið þar næst ásamt furuhnetum.
  3. Bakið við 190°C í um 10 mínútur.
  4. Stráið smá ferskri basilíku yfir og berið fram með góðu brauði, kexi og öðru meðlæti.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is