Nýjungar sem gleðja augað

Glaðlegar nýjungar frá Kodanska.
Glaðlegar nýjungar frá Kodanska. Mbl.is/Kodanska

Nýjasta vörulína Kodanska heldur áfram að stækka - og nú með enn fleiri litríkum glervörum sem gleðja augað.

Fyrir þá sem ekki til þekkja er Kodanska danskt fyrirtæki í eigu Marie Graff, sem framleiðir fallegar gler- og keramíkvörur. Nafnið „Kodanska“ þýðir í raun Kaupmannahafnargata á tékknesku og má finna götuna í borginni Prag. Þess má geta að Marie bjó í áraraðir með fjölskyldu sinni þar í borg og fékk þaðan hugmyndina að fyrirtækinu. Kodanska framleiðir tímalausa hluti fyrir heimilið með áherslu á gæði og fagurfræði.

Nýjungarnar sem við fáum hér að sjá eru viðbót við FLOW-vörulínuna sem hefur fengið mikið lof. Hér eru litríkar karöflur í mjúkum formum, listrænir vasar og úrval af litlum og stórum glösum í tærum litum. Með nýjungunum mun matarborðið fljótt fyllast af litum og persónuleika sem gestir munu heillast af.

Borðhaldið verður litríkara með þessum fínu vörum.
Borðhaldið verður litríkara með þessum fínu vörum. Mbl.is/Kodanska
Mbl.is/Kodanska
mbl.is