Nigella deilir dýpstu leyndarmálum sínum

Ljósmynd/skjáskot

Eldhúsgyðjan Nigella Lawson er þessa dagana að leggja lokahönd á nýja bók sem væntanleg er í apríl á næsta ári.

Lawson segist hafa stigið skrefinu lengra í þessari bók en hún sé miklu persónulegri en aðrar bækur hennar. Hún deili persónulegum sögum og hvernig hún tengir þær við mat og hvaða uppskriftir það eru sem leiki endurtekið hlutverk í lífssögu hennar.

Aðdáendur Lawson titra væntanlega af eftirvæntingu enda veldur hún aldrei vonbrigðum. Hægt er að forpanta bókina HÉR.

Ljósmynd/skjáskot
mbl.is