Þekktur fatahönnuður hannar geggjaða stóla

Danski fatahönnuðurinn Mads Nørgaard hefur í samvinnu við húsgagnaframleiðandann TAKT …
Danski fatahönnuðurinn Mads Nørgaard hefur í samvinnu við húsgagnaframleiðandann TAKT - hannað stól. mbl.is/TAKT

Danski fatahönnuðurinn Mads Nørgaard hefur í samvinnu við húsgagnaframleiðandann TAKT – hannað nýjan stól í takmörkuðu upplagi.

Mads Nørgaard hefur í samstarfi við TAKT, túlkað nýja og glæsilega útgáfu af stólnum „Cross Chair Tube“. Stóllinn er gerður úr FSC-vottaðri eik og endurunnu stáli með bólstraðri sessu – og það með táknrænum svart-hvítum röndum, sem eru einkennandi fyrir Mads Nørgaard. Hér er um sjálfbæra vöru að ræða og hagnaður af sölu stólsins er gefinn áfram til verkefnisins í „Det Kongelige Akademi“ - sem starfar með ný sjónarmið innan sjálfbærrar neyslu.

Í verslun Nørgaard á Strikinu, hefur fimm þekktu handverskfólki verið boðið að afhjúpa samstarfið. Í lok október mun búðarglugginn breytast sýnarrými í heila viku, þar sem listamenn þróa hæfileika sína með því að kynna sjálfbæra hönnun og fléttu við eigið handverk. En gjörninginn má sjá á Instagram undir myllumerkinu #sitdownandreflect. Hægt er að lesa nánar um verkefnið HÉR.

mbl.is/TAKT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert