Hægt að kaupa grímur við dyrnar

Grímuskylda er nú í öllum stórmörkuðum í Danmörku fram til …
Grímuskylda er nú í öllum stórmörkuðum í Danmörku fram til ársins 2021. Mbl.is/©Sophia Juliane Lydolph/Scanpix

Fyrir helgina barst krafa frá stjórnvöldum í Danmörku um grímuskyldu í matvöruverslunum. Viðskiptavinum verður þó ekki vísað frá ef þeir gleyma grímunni heima.

Matvörukeðjan Coop, sem stendur á bak við Kvickly, Superbrugsen, Dagli'Brugsen, Fakta og Irma, mun selja grímur við innganginn í verslununum til þess að komast inn – en stykkið kostar í kringum 70 krónur íslenskar. Coop hefur stuðst við sambærilegt kerfi í verslunum sínum í Norður-Þýskalandi og nú Danmörku, og hefur reynst vel.

Forsvarsmaður Coop segir að nóg sé til af grímum, en um 10 milljónir séu í verslunum í dag og aðrar 18 milljónir til á lager. Starfsmenn verslananna bera allir grímu nema þeir vinni á bak við plexígler. Krafa um grímunotkun í matvöruverslunum stendur fram til 2. janúar 2021, nema annað komi fram.

mbl.is