Törfalausnin fyrir hugmyndasnauða kokka

Mbl.is/uncommongoods.com

Hvort sem þú ert nýr í eldhúsinu eða vanur kokkur og þarft nýjar hugmyndir þá er þetta fyrir þig.

Það er fátt skemmtilegra en að leika sér með matinn – þegar það er í boði. Hér er spil eða teningar réttara sagt sem munu hjálpa til við matseldina. Á hverjum teningi má finna mismunandi prótein, sterkju, eldunaraðferð og fleira sem viðkemur matreiðslu  eða um 186.000 ólíkar samsetningar. Þetta spil mun bókstaflega hrista upp í kvöldmatnum fyrir öll kvöld vikunnar, eina sem þú þarft að gera er að kasta og taka áskoruninni sem upp kemur.

Hér er ein besta gjöf sem þú getur gefið þeim sem á allt eða þeim sem er alltaf í vafa með hvað eigi að vera í matinn. Þeir sem vilja nálgast spilið geta keypt það HÉR.

Frábært teningaspil fyrir þá sem eru alltaf í vafa með …
Frábært teningaspil fyrir þá sem eru alltaf í vafa með hvað eigi að vera í matinn. Mbl.is/uncommongoods.com
Mbl.is/uncommongoods.com
mbl.is