Alls ekki nota sápu á skurðarbretti

Nú kunna margir að reka upp stór augu spyrja sig hvað gangi eiginlega á? Hvernig höfum við lifað fram til þessa fyrst þetta er bannað og beinlínis hættulegt?

En að sögn sérfræðingsins Melissu Penfold er ekki nóg að þvo skurðarbretti með sápu og heitu vatni. Hafi kjúklingur verið skorinn á skurðarbretti er alltaf mælt með því að brettið og áhöldin séu þrifin vel á milli en Penfold segir að láta skuli skurðarbrettið liggja um stund í klórvatni til að engin mengun verði.

Uuuu... hér er einungis átt við skurðarbretti úr við og ef þið nennið ekki að skella í klórblöndu við hvert tækifæri er góð þumalputtaregla að eiga alltaf sérstakt skurðarbretti (má vera einfalt plastbretti) til að skera kjöt og fisk.

Flækjum ekki lífið en verum snyrtileg. Það er fyrir öllu.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi: @matur.a.mbl.

mbl.is