Kannt þú að meðhöndla hráan kjúkling?

Uppþíðing/kæling 

  • Ávallt skal þíða kjúkling í kæliskáp til að koma í veg fyrir fjölgun sjúkdómsvaldandi örvera (séu þær eru til staðar).
  • Þegar kjúklingur er þíddur upp eða geymdur í kælikáp er nauðsynlegt að tryggja að safi úr honum berist ekki í önnur matvæli í kæliskápnum.

Handþvottur

  • Þvoið hendur áður en farið er að meðhöndla matvæli og á milli vinnslu mismunandi rétta og fyrir neyslu.

Krossmengun

  • Gæta skal þess að safi frá kjúklingi leki ekki á önnur matvæli.
  • Þrífa skal öll áhöld sem notuð eru við eldamennsku á kjúklingi áður en þau eru notuð fyrir önnur matvæli.

Hitun

  • Mjög mikilvægt er að gegnhita kjúklinginn við matreiðslu en þá er kjötsafinn í þykkasta bitanum orðinn tær og steikingarhitamælir sýnir a.m.k. 75°C.

Þar höfum við það gott fólk!

Heimild: Matvælastofnun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert