Af hverju skiptir liturinn máli?

Nýsoðin egg eru frábær morgunmatur.
Nýsoðin egg eru frábær morgunmatur. mbl.is/bowlofdelicious.com

Flest höfum við heyrt talað um muninn sem er á litnum á eggjarauðum. Sumar rauðurnar eru ljósgular en aðrar dökkappelsínugular.

En í hverju er munurinn fólginn? Er nóg að halda því fram að dekkri rauður séu hollari? Samkvæmt grein í Huffington Post er fleira sem kemur til.

Dökki liturinn ákvarðast fyrst og fremst af magni karótíns í rauðunum – og þar af leiðandi mataræði hænsnanna. Samkvæmt fjölda sérfræðinga er lykillinn að góðum eggjum því ekki eingöngu bundinn við lit rauðunnar þótt hann gefi vísbendingar um að hún gefi betri næringu.

Fyrst og fremst þurfi að horfa til næringarinnar sem hænurnar fá og þeirra aðstæðna sem þær búa við. Þannig fái hænsn sem fái góða útiveru og finni sér hluta fæðunnar úti í náttúrunni almennt betri fæðu en það sé á ábyrgð eigenda þeirra að passa upp á að dýrin fái fjölbreytt fóður. Formúlan sé einföld: Því heilbrigðari sem hænan er því betri verða eggin.

Mikil vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum varðandi næringu hænsna og besti mælikvarðinn sé áferðin á rauðunum. Því þéttari sem þær eru, þ.e. stinnari, því betri eru þær.

mbl.is/Madensverden.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert