Það sem stjörnurnar segja um kosningarnar

Joe Biden, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna og Kamala Harris varaforseti.
Joe Biden, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna og Kamala Harris varaforseti. mbl.is/web.de

Það hefur varla farið framhjá neinum að Joe Biden hefur hreppt sætið hans Trumps í Hvíta húsinu. Viðbrögð við fréttunum hafa verið gríðarleg víðs vegar um heiminn og þá líka hjá „matarstjörnunum okkar“ sem við þekkjum svo vel.

Chrissy Teigen deildi nokkrum skilaboðum yfir daginn og fagnaði ásamt …
Chrissy Teigen deildi nokkrum skilaboðum yfir daginn og fagnaði ásamt eiginmanni sínum John Legend, á götum Vestur-Hollywood í Kaliforníu. mbl.is/Twitter
Ayesha Curry birti mynd á Instagram þegar hún og Kamala …
Ayesha Curry birti mynd á Instagram þegar hún og Kamala Harris áttu einlægt samtal um rætur þeirra til Jamaíka og Harris hélt á matreiðslubókinni hennar á meðan þær elduðu pasta. mbl.is/Instagram
Martha Stewart tísti hamingjuóskum til Joe Biden og Kamala Harris …
Martha Stewart tísti hamingjuóskum til Joe Biden og Kamala Harris á Twitter. mbl.is/Twitter
Rachael Ray segist vera stolt af landinu sínu og þjóð …
Rachael Ray segist vera stolt af landinu sínu og þjóð – sama hvorn frambjóðandann samlandar hennar hafi kosið. mbl.is/Instagram
Priyanka Naik fagnaði því að fyrsta svarta og inverska kona …
Priyanka Naik fagnaði því að fyrsta svarta og inverska kona landsins, myndi þjóna hlutverki varaforseta. Og að allir Indverjar ættu að vera stoltir. mbl.is/Twitter
mbl.is