Má nota grímur aftur eftir 72 tíma?

Ljósmynd/Colourbox

Talað er um að kórónuveiran deyi á yfirborðinu á 72 tímum. Getum við þá lagt grímuna til hliðar í þrjá daga og endurnýtt hana á fjórða degi?

Ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp varðandi grímunotkun og endingu þeirra. Þó að veiran sé ekki lengur virk eftir 72 tíma er ekki þar með sagt að gríman sé nothæf. Því á grímunni geta verið vírusar og aðrar örverur á yfirborðinu sem gera þig veikan ef þú kemur þeim nálægt augum, nefi eða munni.

Á sumum yfirborðum og við ákveðið hita- og rakastig getur veiran lifað lengur en í 72 tíma. Eins er mælt með að hafa lítinn hreinan poka meðferðis á veitingastaði, til að leggja grímuna í á meðan þú borðar. Þannig helst gríman hrein, í stað þess að liggja á borðinu sem gæti geymt einhverjar bakteríur.  

Eins skal forðast að geyma grímuna um úlnliðinn eða við hökuna, sem og á enninu. Smitleiðirnar eru augu, nef og munnur og við viljum ekki „menga“ grímurnar og leggja þær aftur á þessi tilteknu svæði á andlitinu. Best er að skipta reglulega um grímur, þó að ekki sé mælst með að nota heilan pakka á dag. En að geyma grímur í þrjá sólarhringa og endurnota – er alls ekki góð hugmynd.  

Ekki er ráðlagt að geyma grímur og nota aftur og …
Ekki er ráðlagt að geyma grímur og nota aftur og aftur. Mbl.is/ © Bigstock/World Image
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert