Vala Matt fastakúnni á heitasta barnum í bænum

Hin eina sanna Vala Matt.
Hin eina sanna Vala Matt.

Til er sá bar sem lætur lítið fyrir sér fara en á sinn dygga fylgjendahóp en kemst vart í gegnum daginn án þess að fá sinn daglega skammt.

Sjálf Vala Matt er þar fastagestur og er þekkt fyrir að taka vikuskammt með sér heim og fá sér heima og það eitt og sér er gæðastimpill því Vala er þekkt fyrir afburðasmekk og vandaða bragðlauka.

Barinn er að sjálfsögðu Ísey skyrbar og er nú að finna á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Matseðillinn er hannaður af engum öðrum en Agga Sverris. Boðið er upp á safa og búst, skálar og skot auk annars góðgætis sem upplagt er að grípa með sér. Rúsínan í pylsuendanum er svo hollustan en skyrið er sneisafullt af próteini og því má vel skilja ofur-vinsældir skyrsins um heim allan.

Þar sem Vala Matt flokkast sem fastakúnni á skyrbarnum fengum við hana til að segja okkur frá nýjustu viðbótinni á matseðlinum sem kallast einfaldlega Jólaskál og inniheldur alls kyns jólagóðgæti á borð við cremé brulee-skyr, granóla, jarðarber, hvítt stevíusúkkulaði, ristaðar kanilmöndlur, engifer, hindber og hunang. 

„Ég fer alltaf reglulega í Ísey Skyr Bar og næ mér í græna safann minn sem ég get helst ekki lifað án,“ segir Vala og hlær sínum einstaka hlátri enda með lífsglaðari konum. „Ég kaupi alltaf nokkra í einu og set þá í flöskur og svo í frysti og á svo safann alveg fyrir vikuna sem er algjör snilld,“ bætir hún við og það verður að viðurkennast að þetta er fremur snjallt hjá henni.

„Mér finnst Jólaskálin alveg geggjuð því hún kemur mér í jólaskap og ég elska þegar hollusta er svona dásamlega bragðgóð og mikið sælgæti. Og ég bið alltaf um að fá smá dökkt súkkulaði í skálina og þá finnst mér hún fullkomin. Svo má líka alveg vera með Jólaskálina sem desert um jólin og frábært að geta tekið með sér nokkrar skálar fyrir hátíðirnar þegar nær dregur jólum,“ segir Vala og við erum ekki frá því að þetta sé fremur snjöll hugmynd hjá þeim sem vilja vera hollustumegin við hátíðarborðið án þess að fórna bragðgæðunum. 

Jólaskálin er einstaklega jólaleg.
Jólaskálin er einstaklega jólaleg.
mbl.is