Jólapaté Sigríðar í Kjöthöllinni

Einn af uppáhaldsjólaréttum Sigríðar Björnsdóttur í Kjöthöllinni er jólapaté með eplum og negul og segir hún réttinn mun einfaldari í undirbúningi en fagurt útlit hans gefur til kynna. 

Hún féllst á að gefa okkur uppskrift að patéinu, sem er fyrir löngu orðið landsfrægt.

Jólapaté Sigríðar í Kjöthöllinni
  • 1 kg hökkuð lifur (fæst að sjálfsögðu í Kjöthöllinni)
  • 400 g svínaspekk (fæst einnig í Kjöthöllinni)
  • 2 meðalstórir laukar
  • 2 stór jonagold-epli (eða 4 lítil)
  • 4 tsk. pipar
  • 3 tsk. salt
  • 4 tsk. allrahanda (krydd)
  • 2 tsk. negull
  • 3 stk. egg
  • 4 msk. hveiti

Aðferð:

  1. Laukur og epli hökkuð saman í hakkara eða matvinnsluvél.
    Þá er hakkaðri lifur, spekki, lauk og eplum blandað vel saman í skál, auk krydds, eggs og hveitis.
  2. Blandið öllu vel saman og hellið síðan í form. Setjið formin í djúpa ofnskúffu og hellið vatni í hana, eins miklu og hægt er.
  3. Bakið við 175°C í u.þ.b. 75 mín. eða þar til paté-ið er orðið fallega brúnt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka