Svölustu nestisumbúðir síðari ára

Ný hugmynd að fjölnota boxum fyrir skyndibitamat.
Ný hugmynd að fjölnota boxum fyrir skyndibitamat. Mbl.is/Render by PriestmanGoode

Til að sporna við notkun á einnota plasti í skyndibitaumbúðir hefur verið fundin lausn til að breyta venjum neytandans sem hægt er að endurnýta aftur og aftur.

Zero er hugmynd sem byggist á því að neytendur geti skilað matvælaílátum aftur á veitingastaði þegar keyptir eru skyndiréttir með heim. Hugmyndin er frá PriestmanGoode's sem hafa unnið að henni fyrir heimsfaraldurinn. Þeir vilja sjá ílát framleidd úr sjálfbærum efnum eins og kakóbaunaskeljum, mycelium- og ananashýði – og boxin væru þannig gerð að auðvelt væri að stafla þeim svo að botninn á einu boxi yrði að loki fyrir annað.

Neytandinn myndi þurfa að borga eitthvað smávegis fyrir ílátin á veitingastaðnum sem yrði endurgreitt þegar þeim er skilað. Þá er hugmyndin einnig sú að hægt væri að skila á fleiri en einum stað – þegar og ef hugmyndin nær að skila sér inn í skyndibitamenninguna sem verður fyrr en varir því hún er sannarlega góð.

Boxin eru framleidd úr endurunnum kakóbaunaskeljum, mycelium og ananasskeljum.
Boxin eru framleidd úr endurunnum kakóbaunaskeljum, mycelium og ananasskeljum. Mbl.is/Render by PriestmanGoode
Neytandinn borgar litla upphæð þegar hann fær boxin með heim, …
Neytandinn borgar litla upphæð þegar hann fær boxin með heim, sem hann fær svo endurgreitt er hann skilar. Mbl.is/Render by PriestmanGoode
Mbl.is/Render by PriestmanGoode
Mbl.is/Render by PriestmanGoode
Mbl.is/Render by PriestmanGoode
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert