Ölverk sendir opið bréf til Valdimars

Stórsöngvari Íslands, Valdimar Guðmundsson, elskar heitar sósur.
Stórsöngvari Íslands, Valdimar Guðmundsson, elskar heitar sósur. mbl.is/

Stórsöngvara Íslands, Valdimari Guðmundssyni, hefur verið svarað með opinberu bréfi frá brugghúsinu Ölverk í Hveragerði – en Valdimar elskar sterkar sósur.

Valdimar birti mynd á Instagram-síðu sinni af hvorki meira né minna en 23 flöskum af heitum sósum, þar sem hann segir: „Heitsósuæðið mitt náði hámarki eftir að ég eignaðist 23. flöskuna. Anna hefur nú bannað mér að kaupa fleiri.“ Það er því nokkuð ljóst að Valdimar fær ekki kaupa fleiri heitsósur inn á heimilið.

Brugghúsið Ölverk var ekki lengi að bregðast við, því þau selja „Eldtungur“ – heitsósur sem brugghúsið hefur framleitt og þróað frá árinu 2017 við afar góðan orðstír. Í úrvalinu má finna sósurnar Oddur-sársauki, Tað-reykt chili, Gosi-habaneró & mangó og Gilli- chipotle. En það er víst ekki aftur snúið eftir að hafa smakkað. Eftir yfirlýsingu Valdimars á Instagram, sendi Ölverk opinbert bréf á samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir eftirfarandi:  

„Sæll Valdimar!
Við sáum þær sorgarfréttir að þér væri nú óheimilt að kaupa fleiri sterkar sósur! Það kom hins vegar hvergi fram að þér væri bannað að þiggja þær að gjöf og því ákváðum við að gefa þér þennan Eldtungu glaðning og vonandi að þú njótir vel. Hér fyrir meðan er mynd nýju flöskunum þínum (númer 24, 25, 26 og 27 ) og biðjum við innilega að heilsa Önnu...vonandi að það verði ekki mikil læti inn á heimilinu vegna þessa uppátækis okkar!

Með bestu kveðju héðan úr Hveragerði,
Ölverk”

Við vonum sannarlega að Valdimar fái að smakka þessar fjórar bragðmiklu sósur frá Ölverki og líki vel – enda íslensk framleiðsla sem seint fellur úr gildi. Og ef Valdimar er að lesa, þá viljum við endilega heyra hvernig hafi smakkast.

Brugghúsið Ölverk framleiðir fjórar heitsósur sem eru með þeim bestu …
Brugghúsið Ölverk framleiðir fjórar heitsósur sem eru með þeim bestu á markaðnum í dag. mbl.is/Ölverl
Skjáskot af Instagram síðu Valdimars og sósuúrvalinu sem finna má …
Skjáskot af Instagram síðu Valdimars og sósuúrvalinu sem finna má á heimilinu. mbl.is/Instagram_Valdimar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert