Gordon Ramsay svarar vegan-kennaranum fullum hálsi

Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsay er hugsanlega að velta fyrir sér …
Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsay er hugsanlega að velta fyrir sér hvernig best sé að matreiða þetta lamb. mbl.is

Þessi frétt gæti verið töluverður tungubrjótur fyrir þá sem eru ekki vel að sér í því sem er að gerast á TikTok en við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að útskýra.

Kona nokkur kallar sig That Vegan Teacher inn á TikTok og fer þar mikinn í að fordæma illa meðferð á dýrum og neyslu á afurðum þeirra. Oftar en ekki er hún vopnuð hljóðfæri og sönglar boðskapinn, aðdáendum sínum til mikillar gleði.

Í vikunni skoraði hún á sjálfan Gordon Ramsay og honum brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn.mbl.is