Þessi frétt gæti verið töluverður tungubrjótur fyrir þá sem eru ekki vel að sér í því sem er að gerast á TikTok en við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að útskýra.
Kona nokkur kallar sig That Vegan Teacher inn á TikTok og fer þar mikinn í að fordæma illa meðferð á dýrum og neyslu á afurðum þeirra. Oftar en ekki er hún vopnuð hljóðfæri og sönglar boðskapinn, aðdáendum sínum til mikillar gleði.
Í vikunni skoraði hún á sjálfan Gordon Ramsay og honum brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn.