Gordon Ramsay: „Það eru betri hamborgarar á Íslandi"

Spjátrungurinn og gleðikokkurinn Gordon Ramsay ætlar ekki að hætta á TikTok sem er svo sem ágætt því það er endalaus uppspretta skemmtilegheita – svona oftast.

Ramsay dúettaði (það er tiktok-orð yfir það þegar þú sýður tvö myndbönd saman) með vini sínum Dino D'Acampo sem var að elda hamborgara og hraunaði yfir hann eins og honum einum er lagið.

Það sem var hins vegar áhugavert var þegar Ramsay hrópaði í lokin að það væru betri hamborgarar en þetta á Íslandi ... eða þannig heyrðum við það.

Reyndar sagði hann Iceland og átti þá við verslunina en við hér á matarvefnum teljum þetta töluvert ruglandi og veltum því fyrir okkur hvort þetta hreinlega megi ...

@gordonramsayofficial

##duet with @iamginodacampo I’ve seen better burgers in aisle 4 at Iceland 😜 ##ramsayreacts ##tiktokcooks ##fyp

♬ original sound - Gino D'Acampo
mbl.is